Jóhanna Guðrún 9 - Álfadís í kletti

Prenta texta

Það er svo dimmt, það er svo hljótt
hér í álfaborg um miðja nótt
allt hulið myrkri köld’ og vondu.
Því kalla ég á þig að koma einn
upp að klettinum svarta mennski sveinn,
komdu, komdu, komdu.Ég bíð þín inní bjargi,
ég bíð þín dag og nótt.Vill ekk’ einhver ljá mér lið
leysa af mér þennan hnút
ég er álfadís í kletti
æ, komd’ og hleyptu mér nú út.
Og ef fæ eg frelsi mitt
færð þú lík’ að óska þér
ég get sýnt þér eitt og annað
sem aldrei mannsaugað sér.Ég er álfadís í köldum kletti
komd’ og leystu mig úr álögunum
ég er álfadís í köldum kletti
ég, ég vil komast útEf ég verð frjáls þá skal ég dansa dátt
og djörf á mínum vængjum fljúgja hátt
um himinhvelin stjörnum stráðum.
Og þú mátt fljúg’ eins og flugl með mér
margt furðuverkið skal ég sýna þér,
sjáðu, sjáðu, sjáðuÉg bíð þín inní bjargi,
ég bíð þín dag og nótt.Vill ekk’ einhver ljá mér lið
leysa af mér þennan hnút
ég er álfadís í kletti
æ, komd’ og hleyptu mér nú út
og ef fæ ég frelsi mitt
færð þú lík’ að óska þér,
ég get sýnt þér eitt og annað
sem aldrei mannsaugað sér.