Heiða Ólafs er fædd og uppalin á Hólmavík en söngurinn hefur átt hug og hjarta hennar alla tíð.
Margir þekkja Heiðu úr Eurovision undankeppnum, Frostrósum, Idolinu og hljómsveitinni Url en hún hefur jafnframt sent frá sér sólóefni á plötum, m.a. frumsamið.
Þá hefur hún sungið á fjölmörgum plötum annarra listamanna og plötum tengdum leikhúsinu.

Heiða er ein af okkar allra fremstu söngkonum en auk þess hefur hún starfað í fjölmiðlum og verið t.d þáttastjórnandi á Rás 2.
Heiða útskrifaðist frá söngleikjadeild Circle in the Square Theatre School í New York árið 2009.
Heiða hefur starfað við skólann í og með frá árinu 2012.

Hér syngur Heiða lagið Kærleikur og tími en lagið er eftir hana sjálfa og er af plötunni Ylur sem kom út árið 2019