Kennarar Söngskólans

María Björk

897-7922


Er fædd og uppalin í Reykjavík hún hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík árið 1985 og lauk þar 6 stig í klassískum söng, eftir það fór hún í eitt ár í jazz söng í FÍH. Hún var einnig lengi vel í einkatímum hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur.

Árið 1987 stofnaði María plötu útgáfuna Hljóðsmiðjan-Útgáfa þar sem hún söng ásamt fleirum. Hljóðsmiðjan hefur gefið út yfir 20 titla, má helst nefna Barnaborg-Barnabros-Barna Jól- Minningar 1, 2 og 3 – Óskalög sjómanna 1 og 2 Jabadabadúú – Jólaperlur – Með Glæstum Brag (afmælis útgáfa Eimskipafélagsins), SPARK og Bestu Barnalögin.

Árið 1993 stofnaði María Söngskóla Maríu sem naut mikilla vinsælda og hefur vaxið í dag sem stærsti söngskólinn á landinu. Árið 1994 lá leiðin til Los Angeles í Framhalds Jazz nám í Musik Institude í Hollywood. Eftir námið kom hún heim og spilaði í eitt ár Jazz með ýmsum tónlistarmönnum. Árið 1998 Kom fyrsta sólóplata Maríu og notaði hún listamannsnafnið Aria. Öll platan var frumsamin af henni og Bigga Bix. Hún gerði plötusamning í Bandaríkjunum og fékk mjög góða dóma og var m.a. valið myndband ársins hér heima. Árið 1999 kom lítil 8 ára stelpa í skólann til Maríu, afburðar nemandi og sá María strax hvaða efni hún var með í höndunum og gerði plötusamning við hana. Þessi litla söngkona heitir Jóhanna Guðrún, hennar fyrsta plata kom út árið 2000 og var hún söluhæsta platan það árið, eftir það komu út tvær plötur til viðbótar “Ég sjálf” og “Jól með Jóhönnu”. Þær hafa unnið mikið saman tónlist í Bandaríkjunum með virtum tónlistarmönnum síðustu ár. María hóf að vinna með Sigríði Benteinsdóttur að mynddiskum fyrir börn sem ber nafnið Söngvaborg og kom fyrsti diskurinn út árið 2000 en serían er orðin alls 5 og er eitt vinsælasta barnaefni á íslandi í dag.

Íris Rós


Íris Rós er söngkona og tónskáld.
Í dag starfar hún sem tónlistarkennari og kennir meðal annars á píanó, þverflautu, söng og hópatíma í tónlist.
Hún hefur unnið mikið með börnum á öllum aldri sem umsjónarkennari, tónlistarkennari, kórstjóri og forstöðukona í sumarbúðum.
Hún lærði pop/jazz söng í FÍH og klassískan söng við Tónlistarskóla Akureyrar.
Hún útskrifaðist sem þverflautuleikari úr Tónlistarskóla Kópavogs og lauk síðan tónsmíðanámi úr Listaháskóla Íslands árið 2020.
Íris hefur verið i nokkrum hljómsveitum bæði sem söngkona og undirleikari.
Hún söng inná tvær barnaplötur sem barn og hefur sungið og spilað inná lög hjá listamönnum bæði hér á Íslandi og erlendis.
Hún hefur sjálf gefið út tvær plötur á Spotify.
Með kennslunni hefur Íris verið að semja og útsetja lög fyrir aðra og unnið sem tónlistarstjóri.
Íris Rós kemur inn sem nýr kennari núna á haustönn 2023.

Íris Hólm


Íris Hólm er 34 ára gömul söngkona úr Mosfellsbæ.
Íris steig sín fyrstu skref í sjónvarpsþáttunum X-Factor þar sem hún tók þáttsem annar hluti dúetsins Gís.
Eftir það byrjaði boltinn að rúlla og hefur Íris tekið þátt í margskonar verkefnum og unnið með mörgum af okkar fremstu tónlistarmönnum.
Þar má meðal annars nefna Frostrósir, Jólatónleikar Siggu Beinteins, Freddie Mercury heiðurstónleikar, Fiskidagstónleikar, Söngvakeppni Sjónvarpsins,
en hún fór til að mynda sem bakrödd í laginu Unbroken sem keppti fyrir hönd Ísland í Austurríki árið 2015. Auk þess hefur hún troðið upp á böllum, árshátíðum o.fl.
Íris hefur einnig starfað sem leikkona og hefur til að mynda talsett margt af því barnaefni sem yngri nemendur skólans þekkja.
Þar má t.d nefna Múmíndal, Samma Brunavörð, Flugsveitina auk stærri mynda eins og The Lion King, UglyDolls og Playmo The Movie.
Íris hefur einnig gefið út eigin tónlist sem hægt er að finna á Spotify.
Íris lagði stund á söngnám við Tónlistarskóla FÍH á árunum 2006-2008 og útskrifaðist úr
söngleikja- og leiklistarskólan Circle In The Square frá New York árið 2017.

Íris Hólm hefur kennt söng í Söngskóla Maríu í og með frá árinu 2014 og hefur nú tekið við yfirkennarastöðu skólans.

Íris flytur ábreiðu af laginu Irreplacable:
https://www.youtube.com/watch?v=B5xIkaqMgVM

Erna Hrönn


Erna Hrönn er ein af okkar ástsælustu söngkonum. Erna hefur starfið við söng lengi og hefur sungið með öllu okkar helsta tónlistarfólki.
Meðal verkefna má nefna ABBA Tribute, Frostrósir, Söngvakeppni Sjónvarpsins, Tinu Turner tribute og svo mörg önnur.
Erna hefur til að mynda farið tvisvar út sem bakrödd í Eurovision; fyrst fór hún með Jóhönnu Guðrúnu og síðar með Heru Björk.
Erna hefur starfað undanfarin ár í útvarpi við miklar vinsældir auk þess að vera einn af vinsælustu lesturum Storytel!
Erna hefur verið að kenna í Söngskóla Maríu með hléum í nokkur ár og verður hún með okkur á haustönn 2023.

Erna Hrönn – Augnablik
https://www.youtube.com/watch?v=qYistxkzM5c

Eyrún Eðvalds


Eyrún Eðvaldsdóttir er fædd 20.apríl 1988.
Hún lauk grunnnámi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands 2021 og starfar nú sem hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu í Garðabæ
Samhliða því starfi er hún söngkona og hefur þar að auki sungið bakraddir fyrir margt af okkar fremsta tónlistarfólki við ýmis tilefni stór sem smá.
Söngur er hefur alla tíð verið hennar helsta áhugamál og er henni blóði borinn. Enda verið nær samfleytt í kór frá 6 ára aldri.
Fyrst ber að nefna Stúlknakór Grensás, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur til 15 ára aldurs. Næst var ákveðin stefnubreyting þegar hún gekk til liðs við Gospelkórs Jóns Vídalíns árið 2006, sem nú er undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar.
Þar að auki hefur hún stundað söngnám og sótt sér einkatíma í söng og framkomu.
2009 lauk hún árs Diplóma námi í Complete Vocal Technique undir handleiðslu Heru Bjarkar.
2016 útskrifaðist hún úr einsöngvaranámi, frá Raddskóla Margrétar Eirar Einnig er vert að minnast á að Eyrún fyrrum nemandi okkar hér í Söngskólanum.
Hún er í sambúð og á með manni sínum einn son.
Hún mun kenna börnum söng á laugardögum bjóðum við hana kærlega velkomna til liðs við okkur á vorönn 2023.

Heiða Ólafs


Heiða Ólafsdóttir starfar sem söngkona við hin fjölbreyttustu tilefni.
Heiða byrjaði í tónlistarskóla 4 ára en söngnámið hóf hún svo 12 ára. Hún tók 5. Stig í klassískum söng frá Söngskólanum í Reykjavík. Eftir það lauk hún eins árs masterclass frá Complete Vocal Institute í Danmörku. Leiðin lá svo til New York þar sem Heiða lærði leiklist og söng og bætti nýrri tækni við í söng bankann en Heiða útskrifaðist frá Circle in the square theater school sem leikkona á söngleikjabraut árið 2009. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum söngleikjum, þar á meðal Sagan af Nínu og Geira á Broadway, Footloose í Borgarleikhúsinu, Buddy Holly í Austurbæ, Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu ásamt því að leika aðalhlutverk í Bjart með Köflum í Þjóðleikhúsinu. Söngverkefnin eru óteljandi, stórtónleikar í Hörpu og fleiri stórum tónleikastöðum, Frostrósir, Söngvakeppnin, Eurovision, dansleikir, árshátíðir, veislur, brúðkaup, afmæli og svo framvegis. Hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, árið 2005 og 2019, starfaði sem útvarpskona á Rás 2 um 10 ára skeið, hefur sett upp allskyns tónleika og meðfram þessu unnið sem söngkennari með hléum frá árinu 2005.

Kjalar Martinsson Kollmar


Kjalar hóf að kenna við skólann 2023 við mjög góðan orðstír.
Kjalar sigraði mörg hjörtu þjóðarinnar þegar hann tók þátt í Idol og komst í úrslitaþáttinn. Hér sjáum við Kjalar og Írisi Rós flytja lokalag krakkaskaupsins 2023: https://www.youtube.com/watch?v=hwxrCzgQILI

Silva


Silva Þórðardóttir söngkona stundaði nám við FÍH og hefur skipulagt og haldið tónleika með mörgum af færustu hljóðfæraleikurum landsins.
Hún gaf út sína fyrstu plötu, Skylark, árið 2019. Útgáfutónleikar voru haldnir í Tjarnarbíó sem liður í dagskrá Reykjavík Jazz Festival.
Í maí 2022 kom More Than You Know út á vegum Reykjavík Record Shop. Steingrímur Teague syngur með og spilar á píanó og wurlitzer.
Silva skrifaði undir dreifingasamning hjá Sony Music Denmark fyrir sína fyrstu og aðra plötu og í kjölfarið hafa spilanir orðið yfir tvær milljónir á Spotify.
Eins og stendur vinnur hún að sinni næstu plötu.

Silva byrjaði að starfa hjá Söngskóla María haustið 2022 og verður áfram starfandi nú í vetur.

Silva – Skylark:
https://www.youtube.com/watch?v=oUN-UzMKMs0

Melkorka Rós


Melkorka Rós hóf kennslu við skólann 2024. Melkorka hefur sinnt ýmsum söngverkefnum m.a. í þáttunum Kvöldstund með Eyþóru Inga, hjá Rigg viðburðum og er í Gospelkór Jóns Vídalíns. Síðast en ekki síst er hún að klára þroskaþjálfann og vann á leikskóla og er því alvön því að vinna með börnum

Agnes Sólmundsdóttir


Agnes hóf að kenna við skólann 2023

Inga María


Inga maría hóf að kenna við skólann 2024