Kennarar Söngskólans
María Björk
Árið 1987 stofnaði María plötu útgáfuna Hljóðsmiðjan-Útgáfa þar sem hún söng ásamt fleirum. Hljóðsmiðjan hefur gefið út yfir 20 titla, má helst nefna Barnaborg-Barnabros-Barna Jól- Minningar 1, 2 og 3 – Óskalög sjómanna 1 og 2 Jabadabadúú – Jólaperlur – Með Glæstum Brag (afmælis útgáfa Eimskipafélagsins), SPARK og Bestu Barnalögin.
Árið 1993 stofnaði María Söngskóla Maríu sem naut mikilla vinsælda og hefur vaxið í dag sem stærsti söngskólinn á landinu. Árið 1994 lá leiðin til Los Angeles í Framhalds Jazz nám í Musik Institude í Hollywood. Eftir námið kom hún heim og spilaði í eitt ár Jazz með ýmsum tónlistarmönnum. Árið 1998 Kom fyrsta sólóplata Maríu og notaði hún listamannsnafnið Aria. Öll platan var frumsamin af henni og Bigga Bix. Hún gerði plötusamning í Bandaríkjunum og fékk mjög góða dóma og var m.a. valið myndband ársins hér heima. Árið 1999 kom lítil 8 ára stelpa í skólann til Maríu, afburðar nemandi og sá María strax hvaða efni hún var með í höndunum og gerði plötusamning við hana. Þessi litla söngkona heitir Jóhanna Guðrún, hennar fyrsta plata kom út árið 2000 og var hún söluhæsta platan það árið, eftir það komu út tvær plötur til viðbótar “Ég sjálf” og “Jól með Jóhönnu”. Þær hafa unnið mikið saman tónlist í Bandaríkjunum með virtum tónlistarmönnum síðustu ár. María hóf að vinna með Sigríði Benteinsdóttur að mynddiskum fyrir börn sem ber nafnið Söngvaborg og kom fyrsti diskurinn út árið 2000 en serían er orðin alls 5 og er eitt vinsælasta barnaefni á íslandi í dag.