Kennarar Söngskólans

Einhver undirtitill

María Björk

897-7922


Er fædd og uppalin í Reykjavík hún hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík árið 1985 og lauk þar 6 stig í klassískum söng, eftir það fór hún í eitt ár í jazz söng í FÍH. Hún var einnig lengi vel í einkatímum hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur.

Árið 1987 stofnaði María plötu útgáfuna Hljóðsmiðjan-Útgáfa þar sem hún söng ásamt fleirum. Hljóðsmiðjan hefur gefið út yfir 20 titla, má helst nefna Barnaborg-Barnabros-Barna Jól- Minningar 1, 2 og 3 – Óskalög sjómanna 1 og 2 Jabadabadúú – Jólaperlur – Með Glæstum Brag (afmælis útgáfa Eimskipafélagsins), SPARK og Bestu Barnalögin.

Árið 1993 stofnaði María Söngskóla Maríu sem naut mikilla vinsælda og hefur vaxið í dag sem stærsti söngskólinn á landinu. Árið 1994 lá leiðin til Los Angeles í Framhalds Jazz nám í Musik Institude í Hollywood. Eftir námið kom hún heim og spilaði í eitt ár Jazz með ýmsum tónlistarmönnum. Árið 1998 Kom fyrsta sólóplata Maríu og notaði hún listamannsnafnið Aria. Öll platan var frumsamin af henni og Bigga Bix. Hún gerði plötusamning í Bandaríkjunum og fékk mjög góða dóma og var m.a. valið myndband ársins hér heima. Árið 1999 kom lítil 8 ára stelpa í skólann til Maríu, afburðar nemandi og sá María strax hvaða efni hún var með í höndunum og gerði plötusamning við hana. Þessi litla söngkona heitir Jóhanna Guðrún, hennar fyrsta plata kom út árið 2000 og var hún söluhæsta platan það árið, eftir það komu út tvær plötur til viðbótar “Ég sjálf” og “Jól með Jóhönnu”. Þær hafa unnið mikið saman tónlist í Bandaríkjunum með virtum tónlistarmönnum síðustu ár. María hóf að vinna með Sigríði Benteinsdóttur að mynddiskum fyrir börn sem ber nafnið Söngvaborg og kom fyrsti diskurinn út árið 2000 en serían er orðin alls 5 og er eitt vinsælasta barnaefni á íslandi í dag.

Regína Ósk


Regína Ósk er fædd 21.desember 1977. Hún hefur verið starfandi söngkona í mörg ár. Hún hefur lært í Söngskóla Reykjavíkur, FÍH, verið í einkatímum og hefur lokið eins árs námskeiði í Complete Vocal Technic. Hún hefur tekið þátt í ýmis konar verkefnum t.d lék hún í Litlu hryllingsbúðinni og Kysstu mig Kata sem voru sett upp í Borgarleikhúsinu 1998-2000. Einnig var hún í Hárinu sem sett var upp í Austurbæ 2004. Hún hefur starfað með ýmsum söngvurum og hljóðfæraleikurum. s.s Björgvini Halldórs, Stefáni Hilmars, Jóni Ólafs, Barða Jóhanns og Karli Olgeirssyni ásamt því að hafa verið Frostrós sex sinnum og ferðast um landið með þeim. Hún hefur tekið þátt í ýmsum söngskemmtunum á Broadway, Háskólabíói, Salnum ofl. Árið 2009 setti hún einmitt upp söngkemmtun í Salnum, Kópavogi til heiðurs ” The Carpenters” sem gekk mjög vel og voru 11 tónleikar bæði hér í Salnum og á Akureyri. Hún var ein af fjórum söngkonum sem að voru valdar í að syngja á heiðurstónleikum ABBA sem var sýnt sex sinnum í Eldborg 2012 og 2013. Árið 2013 var hún í Söngskemmtun í Hörpu sem bar heitið “Saga Eurovision” þar sem hún ásamt Friðriki Ómari og Selmu Björns rifjuðu upp sögu þessarar skemmtilegu keppni. Fóru þau um allt land og sungu þetta skemmtilega prógramm. Var hún í raddsveit heiðurstónleika Freddie Mercury sem að 40.000- íslendingar hafa séð og lengi mætti telja.

Hún hefur sungið inná tugi platna bæði sem bakrödd og sóló. Hún hefur gefið út fimm sólóplötur: “Regína Ósk” 2005, “Í djúpum dal” 2006 og “Ef væri ég…” 2007 ,Regína Ósk -um gleðileg jól 2010, eina með Eurobandinu “This is my life” 2008 og “Leiddu mína litlu hendi” 2014 þar sem hún söng barnasálma í slökunarútsetningum Friðriks Karlssonar. Stjórnaði upptökum og söng á “Jólin alls staðar” 2012 ásamt því að stjórna tónleikatúrnum um allt landið. Hún hefur fjórum sinnum farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, þrisvar sem bakrödd (2001,2003 og 2005) og 2008 með Eurobandinu. Hún og Friðrik Ómar hafa starfað mikið saman á s.l átta árum og eru enn að. Þau spila út um allar trissur með Eurobandinu bæði hér heima og í Evrópu. Þar spila þau og syngja Eurovision lög sem að allir vilja heyra. Einnig kemur Regína fram ein með allskonar efni….það sem hún hefur gefið út og svo einnig Carpenters, ABBA og Eurovision.

Regína er gift og á þrjú börn og hefur verið að kenna í Söngskólanum í 12 ár.

Stefanía Svavars


Stefanía Svavarsdóttir er 26 ára mær úr Mosfellsbænum. Hún hefur sungið frá unga aldri og fór á sitt fyrsta söngnámskeið 9 ára gömul í Söngskóla Maríu Bjarkar og Siggu Beinteins. 15 ára gömul vann hún söngkeppni Samfés og söng í kjölfarið með Stuðmönnum í eitt og hálft ár. Stefanía hefur síðan þá komið fram á ótalmörgum tónleikum, brúðkaupum, viðburðum sem og tekið þátt í tveimur stórum sýningum í Hörpu, ABBA og Meatloaf – Bat out of hell. Hún tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2013 ásamt Jógvani og sungu þau saman lagið Til þín.

Stefanía stundaði nám í Tónlistarskóla FÍH og tók 4. mánaða kúrs í Complete vocal úti í Danmörku.
Stefanía hefur verið að kenna í skólanum frá 2014 en er í fæðingarorlofi

Íris Hólm


Íris Hólm hefur verið starfandi við skólann í mörg ár með hléum. Hún tekur að sér einkakennslu í vetur fyrir þá sem þess óska

Marína Ósk


Söngkonan Marína Ósk fæddist 23.júní 1987 í Keflavík. Hún hefur starfað sem söngkona frá 16 ára aldri og sem kennari frá 18 ára aldri, m.a. við Tónlistarskóla FÍH og MÍT (Menntaskóla í Tónlist) auk þess að kenna einkatíma.
Marína hefur tekist á við marga ólíka tónlistarstíla á sínum ferli, s.s. popp, rokk, jazz og singer/ songwriter tónlist. Hún hefur mikla reynslu á sviði, bæði sem aðalflytjandi og bakrödd, og hefur komið fram á ótal tónleikum, t.d. Í Hörpu, á Græna Hattinum, Salnum Kópavogi, Hofi Akureyri og á Jazzhátíð Reykjavíkur, en einnig erlendis, t.d. á Norðurlöndunum, í Grikklandi og Hollandi. Marína syngur líka mikið í brúðkaupum, afmælum og við ýmis önnur tilefni.
Marína Ósk semur mikið af tónlist og textum en í október 2019 sendi hún frá sér sína fyrstu sólóplötu, Athvarf, sem tilnefnd var til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020. Hún sendi einnig frá sér jólaplötuna “Hjörtun okkar jóla” 2019 ásamt Stínu Ágústsdóttur og plötuna “Beint heim” sem kom út 2017, ásamt gítarleikaranum Mikael Mána Ásmundssyni.
Hún hefur einnig tekið upp tónlist fyrir aðra. Marína vinnur nú að plötu sem hljómsveitin Tendra mun gefa út haustið 2020.
Marína hefur lifað og hrærst í tónlist allt sitt líf og á tónlistin hug hennar allan. Hún hefur lært á ýmis hljóðfæri og stundaði söngnám hjá Kristjönu Stefáns í FÍH. Marína lærði til BA náms í jazzsöng í Conservatorium van Amsterdam í Hollandi og leggur nú lokahönd á mastersgáðu frá Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi í fjarnámi.

Marína kemur ný inn sem kennari með mikla reynslu í skólann á haustönn 2020

Elísabet Ormslev


Elísabet Ormslev hóf söngnám 9 ára gömul í Söngskóla Maríu Bjarkar og Siggu Beinteins. Hún hefur sungið allt sitt líf og starfað með mörgum af okkar helsta tónlistarfólki en kom sér rækilega á kortið þegar hún tók þátt í fyrstu þáttseríu af “The Voice Ísland” árið 2015. Þaðan lá leiðin í Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem hún söng lagið “Á Ný” eftir Gretu Salóme Stefánsdóttur. Hún hefur öðlast mikla reynslu af því að koma fram við hin ýmsu tækifæri síðan hún var í the Voice og nú síðast söng hún á nokkrum jólatónleikum með Siggu Beinteins þar sem hún var einn af gestum hennar í Eldborg og Háskólabíói.
Elisabet ferðaðist um landið með RÚV og Albatross og í “live” útsendinum út um allt land í sumar í þættinum Tónaflóð við frábærar undirtektir

Elísabet stundaði frekara söngnám í Tónlistarskóla FÍH á árunum 2008-2013 og starfar í dag sem söngkona og vinnur að sínu eigin efni. Hún hefur kennt í skólanum í 2. ár

Aníta Daðadóttir


Aníta er ung og upprenandi söngkona úr Kópavogi. Hún er að klára stúdentinn frá Fjölbraut í Garðarbæ í febrúar. Hún hefur stundað nám í skólanum frá unga aldri, unnið með börnum í Vindáshlíð og hefur unnið nokkrar söngkeppnir í gegnum tíðina þ.a.m vann hún Söngkeppni Samfés 2018. Hún er alvön að koma fram og er um þessar mundir ásamt því að klára stúdentsprófið að vinna að eigin efni, en hún hefur samið lög og texta frá unga aldri.

Aníta verður að kenna á laugardögum í vetur og bjóðum við hana velkomna 🙂

Rósa Birgitta


Rósa Birgitta fæddist þann 26. Október 1979. Stundaði nám við FÍH eftir menntaskóla en staldraði stutt við en hélt áfram einkatímum hjá Tena Palmer. Einnig hefur hún stundað nám við Domus Vox og var þar í einkatímum hjá Ingu J. Backman og Margréti Pálmadóttur.
Hún er söngkona hljómsveitanna Feldberg og Sometime og hefur gefið út með þeim 3 breiðskífur ásamt því að hafa sungið mikið inn á auglýsingar. Textana og melódíur semur hún sjálf og kemur einnig að pródúseringu. Einnig hefur hún sungið inná plötur fyrir fleiri tónlistarmenn. Hún hefur ferðast um allan heim með báðum hljómsveitum og spilað á ýmsum tónleikahátíðum.
Þar fyrir utan hefur hún mikið unnið í kringum tónlist,bókað bönd og haldið utan um allskonar tónlistaratburði.
Rósa á þrjú börn og kemur til liðs við okkur á haustönn 2020

Selma Björns


Selma Björns hefur verið starfandi söng og leikkona og leikstjóri í fjölda ára. Hefur leikið og sungið í fjölmörgum söngleikjum s.s Grease, Latibær, West side stoy, Ávaxtakarfan, Litla Hryllingsbúðin Hafið bláa, Footloose ofl ofl. Hefur unnið í sjónvarpi í hinum ýmsu þáttum sbr. Íslenska Idolið, Ísland got talent ofl. Hefur gefið út þrjár sóló plötur og eina dúettaplötu ásamt Hönsu.
Hefur verið að talsetja teiknimyndir og leikstýra þeim einnig. Var i öðru sæti í Eurovision fyrir hönd Íslands árið 1999 sem er besti árangur Íslands frá upphafi.
Hún hefur mikla reynslu í að kenna og leikstýra og hefur kennt áður hjá okkur fyrir nokkrum árum
Selma er lausráðin og getur tekið að sér einkatíma ef einhver óskar þess