Kennarar Söngskólans

Einhver undirtitill

María Björk

897-7922


Er fædd og uppalin í Reykjavík hún hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík árið 1985 og lauk þar 6 stig í klassískum söng, eftir það fór hún í eitt ár í jazz söng í FÍH. Hún var einnig lengi vel í einkatímum hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur.

Árið 1987 stofnaði María plötu útgáfuna Hljóðsmiðjan-Útgáfa þar sem hún söng ásamt fleirum. Hljóðsmiðjan hefur gefið út yfir 20 titla, má helst nefna Barnaborg-Barnabros-Barna Jól- Minningar 1, 2 og 3 – Óskalög sjómanna 1 og 2 Jabadabadúú – Jólaperlur – Með Glæstum Brag (afmælis útgáfa Eimskipafélagsins), SPARK og Bestu Barnalögin.

Árið 1993 stofnaði María Söngskóla Maríu sem naut mikilla vinsælda og hefur vaxið í dag sem stærsti söngskólinn á landinu. Árið 1994 lá leiðin til Los Angeles í Framhalds Jazz nám í Musik Institude í Hollywood. Eftir námið kom hún heim og spilaði í eitt ár Jazz með ýmsum tónlistarmönnum. Árið 1998 Kom fyrsta sólóplata Maríu og notaði hún listamannsnafnið Aria. Öll platan var frumsamin af henni og Bigga Bix. Hún gerði plötusamning í Bandaríkjunum og fékk mjög góða dóma og var m.a. valið myndband ársins hér heima. Árið 1999 kom lítil 8 ára stelpa í skólann til Maríu, afburðar nemandi og sá María strax hvaða efni hún var með í höndunum og gerði plötusamning við hana. Þessi litla söngkona heitir Jóhanna Guðrún, hennar fyrsta plata kom út árið 2000 og var hún söluhæsta platan það árið, eftir það komu út tvær plötur til viðbótar “Ég sjálf” og “Jól með Jóhönnu”. Þær hafa unnið mikið saman tónlist í Bandaríkjunum með virtum tónlistarmönnum síðustu ár. María hóf að vinna með Sigríði Benteinsdóttur að mynddiskum fyrir börn sem ber nafnið Söngvaborg og kom fyrsti diskurinn út árið 2000 en serían er orðin alls 5 og er eitt vinsælasta barnaefni á íslandi í dag.

Regína Ósk


Regína Ósk er fædd 21.desember 1977. Hún hefur verið starfandi söngkona í mörg ár. Hún hefur lært í Söngskóla Reykjavíkur, FÍH, verið í einkatímum og hefur lokið eins árs námskeiði í Complete Vocal Technic. Hún hefur tekið þátt í ýmis konar verkefnum t.d lék hún í Litlu hryllingsbúðinni og Kysstu mig Kata sem voru sett upp í Borgarleikhúsinu 1998-2000. Einnig var hún í Hárinu sem sett var upp í Austurbæ 2004. Hún hefur starfað með ýmsum söngvurum og hljóðfæraleikurum. s.s Björgvini Halldórs, Stefáni Hilmars, Jóni Ólafs, Barða Jóhanns og Karli Olgeirssyni ásamt því að hafa verið Frostrós sex sinnum og ferðast um landið með þeim. Hún hefur tekið þátt í ýmsum söngskemmtunum á Broadway, Háskólabíói, Salnum ofl. Árið 2009 setti hún einmitt upp söngkemmtun í Salnum, Kópavogi til heiðurs ” The Carpenters” sem gekk mjög vel og voru 11 tónleikar bæði hér í Salnum og á Akureyri. Hún var ein af fjórum söngkonum sem að voru valdar í að syngja á heiðurstónleikum ABBA sem var sýnt sex sinnum í Eldborg 2012 og 2013. Árið 2013 var hún í Söngskemmtun í Hörpu sem bar heitið “Saga Eurovision” þar sem hún ásamt Friðriki Ómari og Selmu Björns rifjuðu upp sögu þessarar skemmtilegu keppni. Fóru þau um allt land og sungu þetta skemmtilega prógramm. Var hún í raddsveit heiðurstónleika Freddie Mercury sem að 40.000- íslendingar hafa séð og lengi mætti telja.

Hún hefur sungið inná tugi platna bæði sem bakrödd og sóló. Hún hefur gefið út fimm sólóplötur: “Regína Ósk” 2005, “Í djúpum dal” 2006 og “Ef væri ég…” 2007 ,Regína Ósk -um gleðileg jól 2010, eina með Eurobandinu “This is my life” 2008 og “Leiddu mína litlu hendi” 2014 þar sem hún söng barnasálma í slökunarútsetningum Friðriks Karlssonar. Stjórnaði upptökum og söng á “Jólin alls staðar” 2012 ásamt því að stjórna tónleikatúrnum um allt landið. Hún hefur fjórum sinnum farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, þrisvar sem bakrödd (2001,2003 og 2005) og 2008 með Eurobandinu. Hún og Friðrik Ómar hafa starfað mikið saman á s.l átta árum og eru enn að. Þau spila út um allar trissur með Eurobandinu bæði hér heima og í Evrópu. Þar spila þau og syngja Eurovision lög sem að allir vilja heyra. Einnig kemur Regína fram ein með allskonar efni….það sem hún hefur gefið út og svo einnig Carpenters, ABBA og Eurovision.

Regína er gift og á þrjú börn og hefur verið að kenna í Söngskólanum í 12 ár.

Stefanía Svavars


Stefanía Svavarsdóttir er 26 ára mær úr Mosfellsbænum. Hún hefur sungið frá unga aldri og fór á sitt fyrsta söngnámskeið 9 ára gömul í Söngskóla Maríu Bjarkar og Siggu Beinteins. 15 ára gömul vann hún söngkeppni Samfés og söng í kjölfarið með Stuðmönnum í eitt og hálft ár. Stefanía hefur síðan þá komið fram á ótalmörgum tónleikum, brúðkaupum, viðburðum sem og tekið þátt í tveimur stórum sýningum í Hörpu, ABBA og Meatloaf – Bat out of hell. Hún tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2013 ásamt Jógvani og sungu þau saman lagið Til þín.

Stefanía stundaði nám í Tónlistarskóla FÍH og tók 4. mánaða kúrs í Complete vocal úti í Danmörku.
Stefanía hefur verið að kenna í skólanum frá 2014.
Hún mun kenna öllum aldri í vetur, bæði hóp og einkatíma.

Ragnheiður Helga


Ragnheiður er skagakona í húð og hár og hefur sungið síðan hún man eftir sér. Sem lítið barn var hana helst að finna við stofuborðið heima, með risastóru JVC heyrnartólin hans pabba á eyrunum, gaulandi. Hún tók þátt í fyrsta söngleiknum sínum 9 ára gömul í skólanum sínum og þegar ég hún 14 ára sigraði hún fyrstu söngkeppni grunnskólanna á Akranesi, fékk þá titilinn Hátónsbarkinn. Hún byrjaði fljótlega upp úr því að læra söng í Tónlistarskóla Akranes. Tók tvisvar þátt í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautaskóla Vesturlands og var söngkona í hljómsveitinni Soul Deluxe um skeið. Flutti til Reykjavíkur árið 1995 og hóf þá nám í klassískum söng í FÍH, síðar fór hún yfir á djassbraut. Starfaði á leikskóla í 8 ár þar sem hún sá meðal annars um að spila á gítar og syngja með börnunum. Síðustu árin hefur hún mikið verið að syngja í brúðkaupum og veislum og tekið að sér allskonar verkefni er viðkoma söng. Einnig er hún meðlimur í kórnum Gargandi Snilld.
Hún á tvær söngelskar litlar dömur og tvær kisur.

Ragnheiður hefur verið að kenna í tvær annir hjá okkur og hefur t.a.m séð um forskólann og kennir krökkum frá 5-15 ára

Hildur Vala


Hildur Vala vakti fyrst athygli er hún sigraði Idol Stjörnuleit á Stöð 2 árið 2005. Í kjölfarið tók við dansleikjahald með Stuðmönnum. Hún hefur sent frá sér 3 sólóplötur með ólíku efni auk þess að syngja inn á plötur fyrir aðra listamenn. Hildur Vala lærði söng í Tónlistarskóla FÍH og hefur á undanförnum árum kennt söng bæði í einkatímum og hjá „Stelpur rokka!“ Einnig hefur hún kennt á píanó og gítar. Hún situr í stjórn KÍTÓN (Konur í tónlist) og er að ljúka meistaranámi í kennslufræðum grunnskóla með áherslu á tónmennt.

Hildur er að kenna sína fyrstu önn hjá okkur og er menntun hennar og reynsla gífurlegur fengur fyrir skólann.

Bjóðum Hildi Völu velkomna til starfa á haustönn 2018!

Elísabet Ormslev


Elísabet Ormslev hóf söngnám 9 ára gömul í Söngskóla Maríu Bjarkar og Siggu Beinteins. Hún hefur sungið allt sitt líf og starfað með mörgum af okkar helsta tónlistarfólki en kom sér rækilega á kortið þegar hún tók þátt í fyrstu þáttseríu af “The Voice Ísland” árið 2015. Þaðan lá leiðin í Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem hún söng lagið “Á Ný” eftir Gretu Salóme Stefánsdóttur. Hún hefur öðlast mikla reynslu af því að koma fram við hin ýmsu tækifæri síðan hún var í the Voice og nú síðast söng hún á nokkrum jólatónleikum með Siggu Beinteins þar sem hún var einn af gestum hennar í Eldborg og Háskólabíói.

Elísabet stundaði frekara söngnám í Tónlistarskóla FÍH á árunum 2008-2013 og starfar í dag sem söngkona og vinnur að sínu eigin efni. Hún hefur kennt í skólanum í 1. ár.

Rakel Pálsdóttir


Rakel Pálsdóttir er 30 ára gömul Skagamær en er búsett í Reykjavík. Hún hefur sungið síðan hún var ung og fór á fyrsta söngnámskeiðið sitt 12 ára gömul í Söngskóla Maríu Bjarkar og Siggu Beinteins. Þegar Rakel var 15 ára sigraði hún Söngkeppni Samfés. Hún hefur stundað nám við söngdeild og kennaradeild Tónlistarskóla FÍH á árunum 2011-2015. Rakel hefur sungið víða t.d. á mörgum tónleikum, brúðkaupum og ýmis bakraddarverkefni hjá Stuðmönnum, Ný danskri, Röggu Gröndal, Rigg viðburðum og fleirum. Hún hefur tekið þátt í Söngvakeppninni alls fjórum sinnum. Helst ber að nefna dúett með Arnari Jónssyni, lagið Til mín árið 2017 og með laginu Óskin mín árið 2018. Rakel hefur að undanförnu gefið út efni eftir sig, ýmist sem sóló söngkona og með fyrrum hljómsveit sem hún stofnaði (Hinemoa) og stefnir á að gera meira af því í framtíðinni.

Íris Hólm


Íris Hólm er 29 ára gömul söngkona úr Mosfellsbæ.

Íris steig sín fyrstu skref í sjónvarpsþáttunum X-Factor þar sem hún tók þátt

sem annar hluti dúetsins Gís.

Eftir það byrjaði boltinn að rúlla og hefur Íris tekið þátt í margskonar verkefnum og unnið með mörgum af

okkar fremstu tónlistarmönnum.

Þar má meðal annars nefna Frostrósir, Jólatónleikar Siggu Beinteins,

Freddie Mercury heiðurstónleikar, Fiskidagstónleikar, Söngvakeppni Sjónvarpsins, en hún fór til að mynda

sem bakrödd í laginu Unbroken sem keppti fyrir hönd Ísland í Austurríki árið 2015. Auk þess hefur hún troðið upp á böllum, árshátíðum o.fl.

Íris lagði stund á söngnám við Tónlistarskóla FÍH á árunum 2006-2008 og útskrifaðist úr

söngleikja- og leiklistarskólan Circle In The Square frá New York árið 2017.

Íris gaf út sitt fyrsta lag á þessu ári, lagið Cry for You.

Íris Hólm hefur kennt söng í Söngskóla Maríu í og með frá árinu 2014.