Erna Hrönn er ein af okkar ástsælustu söngkonum.
Erna hefur starfið við söng lengi og hefur sungið með öllu okkar helsta tónlistarfólki.
Meðal verkefna má nefna ABBA Tribute, Frostrósir, Söngvakeppni Sjónvarpsins, Tinu Turner tribute og svo mörg önnur.
Erna hefur til að mynda farið tvisvar út sem bakrödd í Eurovision; fyrst fór hún með Jóhönnu Guðrúnu og síðar með Heru Björk.
Erna hefur starfað undanfarin ár í útvarpi við miklar vinsældir auk þess að vera einn af vinsælustu lesturum Storytel!
Erna hefur verið að kenna í Söngskóla Maríu með hléum í nokkur ár og verður hún með okkur á haustönn 2023.

Erna Hrönn syngur hér ábreiðu af laginu I´m so excited með hljómsveitinni hr.Eydís