Hrefna Líf er fædd 28. júlí 1986. Hún starfar við efnissköpun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum auk þess að vera söngkona.
Hún lauk nýverið námi í stafrænni markaðssetningu á samfélagmiðlum og leitarvélabestun.
Áður lærði áður hagfræði við Háskóla Íslands.
Haustið 2020 lauk hún tveggja anna námi í Söngsteypunni hjá Aldísi Fjólu og Heru Björk þar sem áhersla var lögð á texta -og lagasmíð,
sem og grunntækni í Complete Vocal Technique.
Hrefna lærði söng í Söngskólanum í Reykjavík um nokkurt skeið. Ung að aldri vissi hún að hana langaði að starfa við söng í framtíðinni
og sótti meðal annars námskeið í Söngskóla Maríu Bjarkar sem barn.
Í dag syngur hún með Gospelkór Jóns Vídalíns undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar.
Hrefna Líf á þrjú börn og býr ásamt manni sínum í Kópavogi.
Hún kom til liðs við okkar á vorönn 2023 og verður áfram að kenna við skólann á haustönn 2023.
YouTube rás Hrefnu