Íris Rós er söngkona og tónskáld.
Í dag starfar hún sem tónlistarkennari og kennir meðal annars á píanó, þverflautu, söng og hópatíma í tónlist.
Hún hefur unnið mikið með börnum á öllum aldri sem umsjónarkennari, tónlistarkennari, kórstjóri og forstöðukona í sumarbúðum.
Hún lærði pop/jazz söng í FÍH og klassískan söng við Tónlistarskóla Akureyrar.
Hún útskrifaðist sem þverflautuleikari úr Tónlistarskóla Kópavogs og lauk síðan tónsmíðanámi úr Listaháskóla Íslands árið 2020.
Íris hefur verið i nokkrum hljómsveitum bæði sem söngkona og undirleikari.
Hún söng inná tvær barnaplötur sem barn og hefur sungið og spilað inná lög hjá listamönnum bæði hér á Íslandi og erlendis.
Hún hefur sjálf gefið út tvær plötur á Spotify.
Með kennslunni hefur Íris verið að semja og útsetja lög fyrir aðra og unnið sem tónlistarstjóri.
Íris Rós kemur inn sem nýr kennari núna á haustönn 2023.