Gunnur Arndís Halldórsdóttir er 27 ára og hefur sungið og lært á gítar frá 9 ára aldri. Söngurinn hefur alltaf verið helsta áhugamál hennar.

Frá 2014 kenndi hún söng og á ýmis hljóðfæri um þriggja ára skeið við tónlistarskólann á Hólmavík. Hún lauk Complete Vocal Technique-námskeiði hjá Heru Björk í Söngsteypunni 2019 og hefur tekið þátt í jólatónleikum hennar. Hún er á framhaldsstigi í tónlistarskóla FÍH með Unu Stef sér til halds og traust. Þaðan hefur hún lokið grunn- og miðprófi undir leiðsögn Margrétar Eirar.

Gunnur starfar sem tónlistarkona og kemur fram við ýmis tilefni. Hún hefur komið fram á ýmsum tónleikum, viðburðum og hátíðum eins og Aldrei fór ég suður, stigið á svið á sjómannadeginum í Reykjavík og á Mærudögum á Húsavík. Áðamt tónlistinni hefur hún starfað hjá Eventum og Senu við uppsetningu á margskonar viðburðum þ.á.m Jólagestum Björgvins.

Hér syngur Gunnur ásamt Zoë vinkonu sinni frumsamið lag: https://youtu.be/DW0zxKC5nxA?si=WyX-JCQ2rEtdrAPs