Söngskóli Maríu leggur mikla áherslu á að vinna eftir þörfum hvers og eins nemanda og sérhæfum við okkur í kennslu bæði fyrir nemendur sem eru að byrja og nemendur sem eru lengra komnir. Söngskólinn leggur mikinn metnað í hvern og einn nemanda og eru hópatímarnir byggðir uppá einstaklingskennslu. Það er ekki ráðlagt að kenna söngtækni fyrr en börn eru orðin a.m.k 13 ára, en það er svo margt sem hægt er að leiðbeina með án þess að fara djúpt í einhverja tækni og höfum við ógrynni af ráðleggingum sem að börnin skilja vel og geta farið eftir.
Söngurinn er besta leiðin til að fá sjálfstraustið í lag, og höfum við gert kraftaverk með fjöldan allan af börnum og unglingum. Markmiðið er ekki eingöngu að búa til söngstjörnur, heldur að byggja hvern og einn upp til að viðkomandi öðlist sjálfstraust og æfi sig í að koma fram, þó það væri ekki nema líða vel með það að standa fyrir framan bekkinn sinn. Þetta nýtist öllum í framtíðinni, sama hvaða starfsvettvang nemendur munu velja sér. Margir okkar nemenda hafa komið við í hinum ýmsu verkefnum og má þar nefna Söngvaborg, bíómyndir, leikhús, syngja inná plötur og koma fram við ýmis tilefni. Það er alltaf nóg að gera í söngskólanum enda fullur af lífi og er það að þakka skemmtilegum nemendum og kennurum. Það er líka mikilvægt að hafa þetta fjölbreytt og það er allta stutt í hláturinn hjá okkur. Við erum með nemendur á öllum aldri, frá þriggja ára og uppúr, þannig að fjölbreytnin er mikil. Við höldum ótrauðar áram eftir áralangt starf og erum alltaf með augun opin í að gera skólann betri og betri með hverju námskeiðinu. Við hlökkum til að halda áfram því starfi sem að María Björk byrjaði með ein í Tónabæ fyrir 20 árum síðan eða árið 1993!