Silva Þórðardóttir söngkona stundaði nám við FÍH og hefur skipulagt og haldið tónleika með mörgum af færustu hljóðfæraleikurum landsins.
Hún gaf út sína fyrstu plötu, Skylark, árið 2019. Útgáfutónleikar voru haldnir í Tjarnarbíó sem liður í dagskrá Reykjavík Jazz Festival.
Í maí 2022 kom More Than You Know út á vegum Reykjavík Record Shop. Steingrímur Teague syngur með og spilar á píanó og wurlitzer.
Silva skrifaði undir dreifingasamning hjá Sony Music Denmark fyrir sína fyrstu og aðra plötu og í kjölfarið hafa spilanir orðið yfir tvær milljónir á Spotify.
Eins og stendur vinnur hún að sinni næstu plötu.

Silva byrjaði að starfa hjá Söngskóla María haustið 2022 og verður áfram starfandi nú í vetur.

Silva syngur lagið sitt Skylark