Íris Hólm er 34 ára gömul söngkona úr Mosfellsbæ.
Íris steig sín fyrstu skref í sjónvarpsþáttunum X-Factor þar sem hún tók þáttsem annar hluti dúetsins Gís.
Eftir það byrjaði boltinn að rúlla og hefur Íris tekið þátt í margskonar verkefnum og unnið með mörgum af okkar fremstu tónlistarmönnum.
Þar má meðal annars nefna Frostrósir, Jólatónleikar Siggu Beinteins, Freddie Mercury heiðurstónleikar, Fiskidagstónleikar, Söngvakeppni Sjónvarpsins,
en hún fór til að mynda sem bakrödd í laginu Unbroken sem keppti fyrir hönd Ísland í Austurríki árið 2015. Auk þess hefur hún troðið upp á böllum, árshátíðum o.fl.
Íris hefur einnig starfað sem leikkona og hefur til að mynda talsett margt af því barnaefni sem yngri nemendur skólans þekkja.
Þar má t.d nefna Múmíndal, Samma Brunavörð, Flugsveitina auk stærri mynda eins og The Lion King, UglyDolls og Playmo The Movie.
Íris hefur einnig gefið út eigin tónlist sem hægt er að finna á Spotify.
Íris lagði stund á söngnám við Tónlistarskóla FÍH á árunum 2006-2008 og útskrifaðist úr
söngleikja- og leiklistarskólan Circle In The Square frá New York árið 2017.

Íris Hólm hefur kennt söng í Söngskóla Maríu í og með frá árinu 2014 og hefur nú tekið við yfirkennarastöðu skólans.


Íris flytur ábreiðu af laginu Irreplacable