Anna Bergljót Böðvarsdóttir er 33 ára söngkona og lagahöfundur.
Hún er alin upp í Mosfellsbæ og kemur úr tónelskri fjölskyldu.
Hún byrjaði átta ára gömul að læra á fiðlu og lauk miðprófi frá tónlistarskóla Mosfellsbæjar eftir tíu ár.
Anna Bergljót byrjaði að syngja frá unga aldri í kirkjustarfi og KFUM & KFUK en þar kynntist hún hljómsveitinni Tilviljun.
Sú hljómsveit gaf út eina smáskífu, spilaði á fjölmennum æskulýðsmótum,böllum og víðsvegar um landið og í Noregi.
Auk þess að hafa sungið bakraddir inn á nokkur lög og á lifandi viðburðum fyrir allskonar tónlistarfólk syngur hún einnig í Kór Lindakirkju.
Vorið 2023 lauk hún framhaldsprófi í jazzsöng frá FÍH og hóf nám um haustið við Listaháskólann á Tónlistarbraut.
Anna Bergljót er einnig sjálfstætt starfandi lagahöfundur og hefur gefið út þrjú lög ásamt einu tónlistarmyndbandi.
Helstu verkefni hennar um þessar mundir eru að flytja hugljúfa tóna við alls kyns uppákomur,
syngja með í jazztríói og koma fram með sína eigin tónlist.

Hér syngur Anna eitt af hennar frumsömdu lögum en lagið heitir Addiction