Á sumarnámskeiði Söngskóla Maríu Bjarkar er lögð áhersla á söng, framkomu, míkrófóntækni og túlkun auk þess að farið verður í hópeflandi og skemmtilega leiki sem, ásamt söngnum mun efla sjálfstraust nemenda. Nemendur eru 7-8 í hóp þar sem að einstaklingurinn fær að njóta sín. Hver og einn vinnur með sín lög og einnig er æfður hópsöngur.

Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6-15 ára og er 2,5 klst í senn í 5 daga.

Þetta er tilvalið tækfæri fyrir nemendur að prófa söngnámskeið án skuldbindingar til langs tíma en einnig hvetjum við fyrri nemendur til að koma og fagna sumrinu í söng og gleði!

Dags- og tímasetningar:

VIKA 1
24.-28.júní – 9:30-12:00 – 6-8 ára (8 pláss) Kennari: Melkorka Rós
24.-28.júní – 12:15-14:45 – 9-12 ára (8 pláss) Kennari: Íris Hólm
24.-28.júní – 15:00-17:30 – 13-15 ára (7 pláss) Kennari: Íris Hólm

VIKA 2
1.-5.júlí – 9:30-12:00 – 6-8 ára (8 pláss) Kennari: Íris Hólm
1.-5.júlí – 12:15-14:45 – 9-12 ára (8 pláss) Kennari: Íris Hólm
1.-5.júlí – 15:00-17:30 – 13-15 ára (7 pláss) Kennari: Agnes Sólmundsdóttir