Heiða Ólafsdóttir starfar sem söngkona við hin fjölbreyttustu tilefni.

Heiða byrjaði í tónlistarskóla 4 ára en söngnámið hóf hún svo 12 ára. Hún tók 5. Stig í klassískum söng frá Söngskólanum í Reykjavík. Eftir það lauk hún eins árs masterclass frá Complete Vocal Institute í Danmörku. Leiðin lá svo til New York þar sem Heiða lærði leiklist og söng og bætti nýrri tækni við í söng bankann en Heiða útskrifaðist frá Circle in the square theater school sem leikkona á söngleikjabraut árið 2009. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum söngleikjum, þar á meðal Sagan af Nínu og Geira á Broadway, Footloose í Borgarleikhúsinu, Buddy Holly í Austurbæ, Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu ásamt því að leika aðalhlutverk í Bjart með Köflum í Þjóðleikhúsinu. Söngverkefnin eru óteljandi, stórtónleikar í Hörpu og fleiri stórum tónleikastöðum, Frostrósir, Söngvakeppnin, Eurovision, dansleikir, árshátíðir, veislur, brúðkaup, afmæli og svo framvegis. Hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, árið 2005 og 2019, starfaði sem útvarpskona á Rás 2 um 10 ára skeið, hefur sett upp allskyns tónleika og meðfram þessu unnið sem söngkennari með hléum frá árinu 2005.