nánari upplýsingar um

Börn

Námskeiðið

Lengd námskeiðs: 12 Vikur
Lengd kennslustundar: 50 mínútur
Fjöldi í hóp: 5-6
Aldur: 5 – 12 ára
Verð: 69.900

Börnin mæta einu sinni í viku, 50 mínútur í senn.
Farið er í hljóðnematækni, framkomu, tjáningu, takt og fleira.

5-6 í hóp þar sem að einstaklingurinn fær að njóta sín. Hver og einn vinnur með sín lög og einnig er æfður hópsöngur.

Kennt er alla virka daga frá kl 15:00 og svo á heila tímanum eftir það.
Laugardagstímar í boði fyrir þau yngstu frá kl 11:00. Hóparnir eru mjög fámennir og því er raðað í hópa eftir öðrum frístundum barnanna.
Best er að taka fram í athugasemdum hvort einhverjir dagar henta eða henta ekki.

Á námskeiðinu eru 3 tímar frábrugðnir venjulegri kennslustund; hljóðupptaka, uppbrotstími og tónleikar fyrir foreldra og vini.

Kennarar:  Íris Hólm, Melkorka Rós, Inga María, Kjalar, Gunnur, Agnes, Klara, Íris Rós og Ingibjörg Silva

#1 – 9.-15.sept Kennt að umgangast hljóðnema (á ekki við framhald) – Prófað að syngja. Nemendur fá plastmöppur afhendar með lagalista og kennsluáætlun. Ath.foreldrar framhaldsnem. Passa að þeir velji ekki sömu lög og þeir hafa verið með.
#2 – 16.-22.sept Söngur / Upphitunaræfingar. Rætt um upphitun og hreyfingar. Allir að vera búnir að velja a.m.k 2.lög.
#3 – 23.-29.sept Söngur/framkoma Byrjað að spá í framkomu Byrja að læra texta utanbókar
#4 – 30.sept-6.okt Söngur/texti Um hvað er ég að syngja? Æfa sig heima
#5 – 7.-13.okt Söngur/túlkun/samsöngur Hóplag æft og hugsað um túlkun. Taka tillit til allra. Hlusta á náungann.
#6 – 14.-20.okt Söngur/túlkun/gerð tónlistar Hvernig er lagið mitt? Rólegt, hresst eða lag úr söngleik eða leikriti? Æfa sig heima
#7 – 21.-27.okt Söngur Reynt að fara yfir sem mest Hér eiga textar að vera klárir
#8 – 28.okt-3.nóv Söngur/sviðsframkoma Hvernig erum við á sviði t.d á tónleikum Nota spegilinn heima til að æfa sviðsframkomu
#9 – 4.-10.nóv Æfing fyrir tónleika og upptökur Farið yfir hvernig allt verður gert þ.e upptökur og sýning MIKILVÆGUR TÍMI
#10 – 11.-17.nóv Uppbrotstími/hljóðupptaka Hver og einn fær sinn tíma. Ath. tímasetning gæti breyst. Í uppbrotstíma fá nemendur að syngja lag að eigin vali, farið verður í leiki auk þess að kennari nemenda mun taka lagið!

#11 -18.-24.nóv

Sýning/uppbrotstími Má bjóða vinum og vandamönnum á sýningu Sýningar eru á sal skólans ná hefðbundnum tíma námskeiðs.
#12 – 25.nóv-1.des Sýning/hljóðupptaka  Má bjóða vinum og vandamönnum á sýningu Sýningar eru á sal skólans ná hefðbundnum tíma námskeiðs.