Jabadabadú-Disney - Í grænum sjó

Prenta texta

Í sjónum er sífeld sveifla
ég segi og skrifa það.
Þið þyrstir í fastalandið
en þarft’að far’í bað.
Hvar finnurðu slíka fegurð?
Hvar finnurðu frið og ró?
Ég segi þér, þett’er málið.
Hér þarf hvorki hatt né skó.

Í grænum sjó, í grænum sjó.
Hér áttu heima, hættu að dreyma,
hlustað’á mig. Uppi þeir streða títt og ótt
slíta sér út langt fram á nótt.
Á meðan við fljótum, og skjótum ei rótum
í grænum sjó.

Hér er alltaf allt í standi
og eilífur fiska fans.
En þorskar á þurru landi,
þeira gera þar stuttan stans.
Þeir lenda í þröngum búrum
og enda á einum stað:
Á diskum hjá svöngu fólki..
Þú ættir að reyna það..

Ó-nei…!
Í grænum sjó, í grænum sjó.
Her ertu hólpin, hér aldrei étin
-hlustað’á mig.
Uppi þeir háma þig í sig.
Uppi er hitinn hundrað stig.
Þú ert í lagi, í heili lagi.
Í grænum sjó.

Í grænum sjó, í grænum sjó.
Óþarf’að fara úr þessum þara
-hlustað’á mig.
Styrjur og skötur eiga til
að spila á hljóðfæri og spil.
Hérna er fjörið, hérna er stuðið.
Í grænum sjó.

Heyr flautunnar óm og hörpunnar hljóm
og bassann i gang og syngjandi þang
og látúnið hátt og trommunnar slátt
og þarna fer brúsarinn.

Heyr taktfastan ál. Og strengi-smámál.
Og silunga dans. Og söngur með glans.
Sjá bleikt út á hlið. Og blátt niðr’á við.
Og búbbífiskur blæs! Ha-ha-ha! Ha! A-ha!

Jááá!! Í grænum sjó,
í grænum sjó.
Sardínur sveima, tónarnir streyma.
-hlustað’á mig.

Hvað þarft’að sækja upp á land?
Hérna er hörku sædýraband.
Hver einasta aða gerir þig glaða
í grænum sjó. Ha-ha-ha!

Marglyttu mambó, miðnæturtangó.
Í grænum sjó.

Saxófósniglar, fjölhæfir fiskar.
Hérna er hiti, hérna er sviti.
Hér áttu heima, hættu að dreyma.
Í grænum sjó!