Bugsy Malone - Kata knús

Prenta texta

Þetta er sagan af Kötu knús
hún var klár stelpa, falleg og iðin sem lús.
Á jörðu sem á himni allt var henni fært,
en hjartað hennar var of saklaust og tært.Kata var á föstu með Fúsa ljóta
en Fúsi taldist til verstu þrjóta.
Hann fór með han’ í Kínahverfið á bar
og kenndi henni trixin sem virka þar.En Kötu dreymdi oft að kóngur Svía
kyssti han’ og færði inní veröld nýja,
gæfi henni djásn og demantsskrín,
dýrustu perlur og limmósín.Hann færði henni fáka svo fima og netta
og færði henni máltíðir tólf rétta.
Hann gaf henni peninga og svolítinn sjóð
sem sat hún og taldi líkt og væri hún óð.