Í fjarska er nú falin vel
fögur perla inní skel
sem ekki fyrir augu ber
þótt ýmsir geti hugsað sér
að komast að því hvar hún er.Á botni hafsins bíður skel
og bjarta perlu geymir vel
hún er eins og ást og þrá
sem aðeins myrkrið fær að sjá
en snerta enginn maður má.Er vindur hafsins andar ótt
og öldur bjóða góða nótt
í faðmi þínum fel ég mig
og fæ að elska þig.
Frá brosi þínu birtan skín
af bjarma ljóma augun þín.
Ég finn sælu sálarfrið
og sofna þér við hlið.Í undirdjúpum á hún skjól
hún aldrei hefur liti sól
þar falið hefur fágæt skel
í fjarska sína perlu vel
og hafið geymir hjartaþel.Skelin með sinn harða hjúp
hennar skjól er myrkvað djúp.
Ef sjávarperlan seinna meir
fær sátt að kveðja botn og leir
þá lifnar bros en bjarminn deyr.