Agnes Sólmundsdóttir er 27 ára gömul söngkona og lagahöfundur frá Þingeyri í Dýrafirði. Hún hefur alla tíð verið umlukin tónlist og stundaði tónlistarnám á fiðlu og píanó sem barn. Hún hefur verið í ýmsum hljómsveitum bæði sem söngkona og hljóðfæraleikari og má helst nefna hljómsveitina WAYWARD sem vann til verðlauna á Músíktilraunum árið 2017. Síðan 2022 hefur hún stundað nám í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH þar sem hún hefur heillast mikið af djasstónlist og er nú á framhaldsstigi. Hún hefur tekið þátt í ýmsum stórum verkefnum sem bakraddasöngkona t.a.m í þáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2, tribute tónleikum RIGG viðburða “George Michael Sextugur”, Stórafmælistónleikum Herberts Guðmundssonar ofl. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum verkefnum með Gospelkór Jóns Vídalíns undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar en þar hefur hún verið meðlimur síðan 2017. Þar að auki hefur Agnes verið ráðin til að syngja inn á ýmsar plötur, bæði einsöng og bakraddir. Í fyrra gaf núverandi hljómsveitin hennar, Áralía, út sitt fyrsta lag “Þegar jólin koma” og má búast við meira efni frá þeim á næstu misserum.