Hrafnkell Hugi Vernharðsson eða Keli eins og hann er kallaður er Vestfirðingur og hefur verið að viðloðinn tónlist síðan hann var táningur.
Árið 2015 sigraði hann Músíktilraunir og var í kjölfarið duglegur að starfa í tónlistar grasrót Íslands. Hann er útskrifaður úr Lýðskólanum á Flateyri, tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2023 og lenti þar í 3.sæti með hljómsveit sinni Celebs. Hljómsveitin á einnig lag Barnamenningarhátíðar 2024.
Keli er að læra tómstunda- og félagsmálafræði í Háskóla Íslands en meðfram náminu vinnur hann bæði sem trúbador og á leikskóla þar sem hann syngur og spilar tónlist með börnunum.
Keli er kennari Söngvaborgarnámskeiðs Söngskóla Maríu Bjarkar.