Hún var sautján ára og ég sá hana bíða
í síðri kápu í röðinni miðri
þá var drukkið uppi og dansað niðri
ég var að hjala við sætar systur
og sagði: þá konu á sá sem er fyrstur
fær brosi hennar stolið og stungið á sig
hún er með lukkuna í höndunum mjóu
þær horfðu á mig og hlógu og hlógu.Með rúllandi steina og rispaðri plötunni
í rugluðu partýi á Freyjugötunni
ég sá hana aftur í síðu kápunni
í súpunni miðri.Þá var dansað uppi og daðrar niðri
hún var sautján ára og ég sá hana bíða
með síðu kápuna á öxlinni og bíða.
Ég nötraði aftur af næturkvíða
með nótt í augum og nótt í sinni
þá var dansinn inni dapurt inni
hún var sautján ára og ég sá han bíða
svo blíða og blíða.