Regína Ósk - Þessi nótt er engri lík

Prenta texta

Á Betlehemsvöllum er húmið svo hljótt,

hirðar og englar þar vaka í nótt,

mærin hin unga mun taka þar sótt,

mikið er undur að ske.

Múrar sem umlykja álfur og lönd,

áþján sem hneppt hefur manninn í bönd,

vonir sem kala á visnandi hönd,

víkur allt burt því ég sé –

Að þessi nótt er engri lík

engin hefur orðið slík,

Verðug hefur veröld öðlast

von og trú á ný.

Barn er oss fætt, þarna’ er fegurðin ein,

fálát í auðmýkt og kærleika hrein.

Stundin er heilög og hrærir hvern stein

heyra má englanna söng.

Opnast í hendingu himnanna gátt

heilagur andi þar býður oss sátt

stjarna til merkis nú staðnæmist hátt

stillt verður nóttin og löng.

Ó – þessi nótt er engri lík

engin hefur orðið slík.

Verðug hefur veröld öðlast

von og trú á ný.

Fjármenn aumir falla á kné,

fróðir menn þar helga vé.

Í Betlehem er borið ljóssins

barn – ó fagnið því.

Frá stað úr stað

stjarnan boðskap ber

af fjalli til fjalls

í fjarlægð – hvert sem er.

Úr læðingi leyst

fyrir lausnarans blóð

mun mannkynið allt

marka nýja slóð.