Regína Ósk - Kærleiksvísan

Prenta texta

Hræðstu’ ekki neitt

ég er við hlið þér

útrétt mín hönd

ég held þér hjá mér.

Örmum þig vef

þér óhætt er nú.

Opnaðu dyrnar

ást mín ert þú.

Því að ég ég elska þig

eins og þú ert

og ég vil gefa

allt sem ég á.

Og leyf mér að leiða þig

um lífsins veg

þú hér í heimi

allt ert mér þá

Hræðstu’ ekki neitt

ég er við hlið þér.

Nú er ég þín

nú anda ég léttar

hér eftir verð

að faðma þig þéttar.

Sjáðu’ okkur tvö

sæl komin heim,

sérðu’ inn í framtíð

sem er – handa’ okkur
tveim.

Já – ég skal elska þig

eins og þú ert

og ég vil gefa

allt sem ég á.

Og leyf mér að leiða
þig

er loforð bregðast

hér í heimi

allt ertu þá

Hræðstu’ ekki neitt

ég stend við hlið þér.

Þú hér í heimi – ert mér
allt.