Á gítarstrengi
með grönnum fingrum leikið er,
og strax ég tengi
tregahljóm við streng í brjósti mér,
þetta draumaslag,
þetta dapra lag
ber mig burtu með sér.Þann dapra dans
ég stíg og læt hann vagga mér,
þann dapra dans
ég stíg og dansa hvar sem er,
því ég veit hann býr
falinn innst í hjarta sérhvers manns
sá hægi dans, sá dapri dans.Þessi söngur hljómar
er hrunin er til grunna skýjaborg,
og hann endurómar
ef upp er rifjuð gömul sorg,
og ég veit hann býr,
bæði forn og nýr
við öll heimsins torg.Þann dapra dans
ég stíg og læt hann vagga mér,
þann dapra dans
ég stíg og dansa hvar sem er
því ég veit hann býr
falinn innst í hjarta sérhvers manns
sá hægi dans, sá dapri dans.Þann dapra dans
ég stíg og læt hann vagga mér,
þann dapra dans
ég stíg og dansa hvar sem er
því ég veit hann býr
falinn innst í hjarta sérhvers manns
sá hægi dans, sá dapri dansSá hægi dans, sá dapri dans.