Alda Dís - Rauða nótt

Prenta texta

Þú kveiktir bál í köldum glæðum, logar þínir brennimerktu mig
Ég var heltekin af fegurð þinni, veröldin hún hringsnerist um þig
Allar stjörnurnar á himninum sögðu mér að trúa’og treysta þér
Núna stend ég ein í tóminu með hnífinn þinn í bakinu á mér

En ég reyna’að finna hugarró

Fram á rauða nótt
fram á rauða nótt
Reyna’að dansa burtu tárin
syngja burtu sárin

og þegar allt er hljótt
þegar allt er hljótt
Reyna’að sofna’og finna frið
Gleyma þér í augnablik

Ég horfi upp í himininn hann segir alla söguna um þig
og ég lygni aftur augunum og leyfi huganum að staldra við
En það blæðir enn úr hjartanu hvernig sem ég reyni’að snúa því
Er ég vakna upp í tóminu og finn það hversu sárt ég sakna þín

og ég reyni’að finna hugarró

Fram á rauða nótt
fram á rauða nótt
Reyna’að dansa burtu tárin
syngja burtu sárin

og þegar allt er hljótt
þegar allt er hljótt
Reyna’að sofna’og finna frið
Gleyma þér í augnablik

Þú kveiktir bál í köldum glæðum, logar þínir brennimerktu mig
Ég var heltekin af fegurð þinni, veröldin hún hringsnerist um þig

Fram á rauða nótt
fram á rauða nótt
Reyna’að dansa burtu tárin
syngja burtu sárin

og þegar allt er hljótt
þegar allt er hljótt
Reyna’að sofna’og finna frið
Gleyma þér í augnablik