Góðan daginn Stykkishólmur!

Við höfum farið með Söngskólann vítt og breytt um landið í 30 ára sögu skólans. Við höfum hins vegar ekki gert það síðustu ár og viljum endurvekja það. Í ár varð Stykkishólmur fyrir valinu og erum við mjög spennt fyrir því að sjá hvort Hólmarar og aðrir nærsveitungar vilji ekki efla sig í söng, framkomu og í leiðinni efla sjálfstraustið.

Námskeiðið er byggt upp á kennsluskrá Söngskóla Maríu Bjarkar og er í 5 daga í 2 tíma í senn.

Lögð er áhersla á söng, framkomu, míkrófóntækni og túlkun auk þess að farið verður í hópeflandi og skemmtilega leiki sem, ásamt söngnum, mun efla sjálfstraust nemenda.

Nemendur eru 8 í hóp þar sem að einstaklingurinn fær að njóta sín. Hver og einn vinnur með sín lög og einnig er æfður hópsöngur. Einungis 8 pláss í boði fyrir hvert aldursbil. Mjög mikilvægt er að nemendur geti æft sig heima svo hægt sé að vinna með lögin í tímum.

Þetta er tilvalið tækfæri fyrir nemendur að prófa söngnámskeið án skuldbindingar til langs tíma.

Nokkrir punktar

  • Ef lágmarksþátttaka næst ekki fellur námskeið niður.
  • Ef færri komast að en vilja er möguleiki á að bæta við annarri viku – það kemur í ljós þegar nær dregur
  • Ef áhugi er fyrir unglinganámskeiði skoðum við að bæta því við
  • Námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið

Fyrirspurnir berist á songskolimariu(hja)songskolimariu.is

Kennari er Sara Dís Hjaltested

23. – 27. júní
10:00-12:00 – 10-13 ára (8 pláss)
13:00-15:00 – 7-9 ára (8 pláss)