Ó, ég vil
drasl,
allt sem er beyglað og bramlað og brotið,
allt sem er ryðgað, í rusli og rotið.
Já, ég vil
drasl.
“Ef þig langar að sjá almennilegt drasl, líttu þá á þetta!”
Ég hef hér á fæti mér ferlegan skó
með fáeinum götum, ég dró hann úr sjó,
og reimarnar týndar, hann nægir mér þó,
ég not´ann því mér finnst hann drasl.
Já, ég vil drasl …
“Hér er sko allt í rusli.”
Ég dagblöðum hendi í hrúguna hér,
ég hef ekki tekið til lengi hjá mér,
og myglaður matur í ísskápnum er,
hér er aðeins yndislegt drasl.
Já, ég vil drasl,
allt´etta ónýta, úldna og eydda
allt´etta laskaða, lúna, langt leidda.
Já, ég vil drasl.
“Sjáiði bara þetta skran.”
Sjá, klukkan á veggnum er vitlaus og ljót
og vaskurinn lekur, á buxum er bót,
og diskarnir brotnir, ég elsk´etta dót,
hér er bara yndislegt drasl.
Já, ég vil drasl …