Regína Ósk - Í djúpum dal - Ástfangin

Prenta texta

Aldrei áður hlotnaðist mér

sá heiður að kynnast þér

þú kallar þig
ást

og kemur óhrædd við mig

að utan sem innan

Ástfangin,aldrei liði betur

Ljúfir tónar ákalla mig

Hélt ég þyrði varla´að

Líta annan vetur

En þá komst þú og breyttir öllu, öllu

Og ég sé stjörnur og sól

Ég sé regnbogans liti

Ég finn hjarta mitt slá líkt og einatt viti

Að ég elska þig

Liðin tíð segir mér ekkert lengur

Nema þó það eitt

Að hjartað grær

Það er eins og gengur

Og nú virðist allt svo breytt

Því ég sé stjörnur og sól

Ég sé regnbogans liti

Ég finn hjarta mitt slá líkt og einatt viti

Að ég elska þig

Lífið hefur falið mér allskyns ógöngur

En svo lengi sem því er lifað mér þér

Ómar minn gleðisöngur

Ég sé stjörnur og sól

Ég sé regnbogans liti

Ég finn hjarta mitt slá líkt og einatt viti

Að ég elska þig

Já ég elska þig