Ég sá þig um daginn, þú sast niðrí bæ
ég sá að þú brostir og ég sagði hæ.
Ég settist hjá þér og þú svaraðir mér
og um sanna vini talaðir þú
Og ég vild’ þú værir hjá mér nú.Ég fann hvernig straumur fór þá um mig
og feimin ég reyndi að tala við þig.
En hvert sem ég fer og hvenær sem er
í huga mínum alltaf ert þú.
Og ég vild’ þú værir hjá mér nú.Í huga mínum ég sé þig sitja hjá mér
ég syng fyrir þig þetta lag.
Ég vil vera með þér, við getum gengið saman
um götur hvern einasta dag.Nú alein ég hugsa um augun þín blá
og andlitið þitt er svo frábært að sjá.
Nú leiðist mér hér, ég leita af þér
því lífi mínu breyttir þú.
Ég vild’ þú værir hér
ég vild’ þú værir hér
ég vild’ þú værir hjá mér nú.Ég vildi þess óska þú værir hjá mér
nú leiðist mér hér, ég leita af þér
því lífi mínu breyttir þú
Ég vild’ þú værir hér
ég vild’ þú værir hér
ég vild’ þú værir hjá mér nú.