Þetta er sagan af Siggu gömlu
sem seldi blöðrur á hátíðum,
fullar af gasi, gular, rauðar
grænar, bláar í smáspottum.
Uns dag einn hún tók með sér of margar blöðrur
samt vildi hún ei sleppa og sveif upp frá jörðu.Hátt yfir húsunum sveif hún Sigga
og stefndi beint upp í himininn.
Fuglarnir sögðu henni ?Farðu niður?
og sumir settust á pilsfaldinn.
Uns kom hún að tunglinu og tunglið það hló,
það hafði aldrei séð svona götótta skó.Og tunglið það rétti fram gular hendur
og greip í Siggu þar sem hún flaug,
setti hana á magann og spurði hvort að
hún væri amerísk galdraflaug.
En Sigga hún kjökraði: ?Mig langar niður
Ég ætlaði alls ekki að ónáða yður …?Og tunglið það gaf henni stein í fangið
og sagði ?Stökktu nú niður á við?
Og Sigga hún sveif eins og karl í fallhlíf
og kom loks niður á mitt torgið.
Og fólkið það klappaði og æpti af kæti
svo Sigga varð hálfhrædd við öll þessi læti.
Þetta var sagan af Siggu gömlu
sem seldi blöðrur á hátíðum.