Ef ég hefði aldrei séð þig áður
og ef ég hefði ekki komið núna inn
þá hefði jörðin gengið nokkrar gráður
Guði nær í bláan himininn.Þú situr dökkhærð sól með kaffibolla
með svip sem forðum yfir löndum réð.
Ég nálgast borðið eins og æðarkolla
sem aldrei hefur áður blika séð.Lengi voru vonum mínum kærir
vangar þínir en eru fingrum nú.
Lífið manni úr fjarlægðinni færir
fjöllin sjö og eitt af þeim ert þú.Í kaffið svart þú setur hvítan dropa
og sykri laumar út í lífið mitt.
Af ástinni ég náði einum sopa
áður en það kólnaði brosið þitt.