Í svörtum fötum - Langar að lifa

Prenta texta

ég hugsa um svarta og sorglega núið
áður máttum við svo margt sem að núna er búið
eilíf boð og bönn, tönn fyrir tönn
berst við hverja önn, þessi orð eru sönn

ég neita að lifa eftir því sem að mér var eitt
sinn spáð
mér líður illa, nú er botninum náð
hef svikið vini mína, það er alveg rétt
hið sama gerir sérhver maður og færist upp á hærri stétt

viltu horfa, viltu líta á mig
í augum mínum sérðu mig endurspegla þig
ertu hræddur, ertu hræddur við mig
þýðir það þá líka að þú óttast sjálfan þig?

þú ert ekki einn, þar eru fleiri til
sem vilja lifa af og breyta reglum sér í vil
hlustaðu ef að tími til vinnst
þetta er ég og þetta er það sem mér finnst

langar til að lifa
klukkustundir tifa
segi það og skrifa
að mig langar ekki heim

miklu betra væri
ef einhver annar færi
þá kæmist ég í tæri
við fullkomnari heim

þessi tilfinning, kannastu við hana?
að berjast fyrir lífinu og vera ekki sama
ég færist nær, skref fyrir skref
að skipuleggja morgundaginn meðan ég sef

það eru fáir eftir sem að eru eins og ég
sem finnst veröldin vera viðráðanleg
við hverri þraut þessa heims hef ég svar
kort af útgönguleiðum og hvar ég kemst í var

ég er bardagamaður og berst eins og skepna
fyrir því að fá alla óvini mína drepna
miskunnsemi er ekki mér að skapi
ég óska þess frekar að óvinurinn tapi.

fyrirgefið mér, þeir sem heyra þetta tal
ég vildi svo margt annað en hafði ekkert val
ég hef gleymt hver ég var og rata ekki heim
allir eru vondir og ég er ein(n) af þeim!!