Krissa:
verra margt ég gæti gert
gróft og jafnvel vítavert
en að leggja lag við pilt
leika mér og vera villt
það er ekki vítavert
verra margt ég gæti gert.Kann að koma strákum til
kynda þeirra ástaryl
uns þeir titrandi og tens
telja að þeir eigi séns
napurt neita þeim svo þvert
nei það aldrei gæti gert.Gæti hangið heima
hafið ævilanga bið
unað ein við gluggann minn
uns ég draumaprinsins finn
nei það finnst mér einskinsvert.Ég gæti bitið býsna fast
bölsótast og öfundast
en ég bugast stundum læt
og ég beygi af og græt
en þó finnst mér allra verst…
..ef til tára minna sést.