Á slæmum degi
ef allt er grátt og dapurlegt
þá á ég hvorki þor né þjark.Allt verður þungt
og þetta líka napurlegt
þá þyrfti ég í rassinn spark
ef ég er leið
þá íhuga ég eitt
ég umturnast og brosi breitt.Ég elska börnin
svo blíð og kær
betri og betri í dag en í gær.Ég elska börnin
allt þetta pakk
Ó elsku Guð ég segi takk
ég segi takk!Ég fékk aldrei það
sem alla konur eldheitt þrá
að eignast börn og eiginmann ná.En þess í stað
hef ég hlutverk að ég tel
að gefa þeim menntun, og gera það vel.Ég elska börnin
svo blíð og kær
betri og betri í dag en í gær.Ég elska börnin
allt þetta pakk
Ó elsku Guð ég segi takk
ég segi takk!Ó elsku Guð
ó elsku Guð, ég segi takk!
Ég segi takk!Ég elska börnin.