Benedikt búálfur - Komdu með inn í álfanna heim

Prenta texta

Komdu með inn í álfanna heim

Komdu nú með inn í álfanna heim

þar sem ekkert er eins og það sýnist

Þar takast á öflin úr veröldum tveim

og örlítill tannálfur týnist

Og við svífum úr heimi í heim

ekkert fær okkur nú stöðvað

Og við svífum úr heimi í heim

viltu´ekki koma með mér

Ferðumst á snjóhvítum svan yfir fjöll

og syngjum um það sem við sjáum

Berjumst við dreka og dökkálfa og tröll

sem dveljast í hellinum háum.

Og við svífum úr heimi í heim

ekkert fær okkur nú stöðvað

Og við svífum úr heimi í heim

viltu´ekki koma með mér

Og við svífum úr heimi í heim

ekkert fær okkur nú stöðvað

Og við svífum úr heimi í heim

viltu´ekki koma með mér