Þeir ráku féð í réttirnar
í fyrsta og annan flokk,
kílóið af súpukjöti
hækkaði í dag
og verðið sem var leyft í gær
er okkar verð að morgni
“nýjar vörur daglega”.
Þér finnst þú þurfa jakka
og tvenna Sigtúnsskó,
nýju fötin keisarans
frá Karnabæ og Co,
Fötin skapa manninn
eða viltu vera púkó
“nei, ekki ég!”.
Við í Sirkus Geira Smart
trúum því að hvítt sé svart
og bíðum eftir næstu frakt.
-Af buxnadragt!
Mölkúlur og ryðvörn
er það sem koma skal,
innleggið á himnum
hvað varðar þig um það,
útvarpsmessan glymur
meðan jólalambið stynur
“nýjar vörur daglega”.