
nánari upplýsingar um
Söngvaborgarnámskeið
Námskeiðið
Lengd námskeiðs: 7 vikur
Lengd kennslustundar: 40 mínútur
Fjöldi í hóp: 10-11
Aldur: 3 – 4 ára
Verð: 34.900 kr.
Í forskólanum er unnið með lög úr Söngvaborg ásamt almennum barna -og leikskólalögum. Kennslustundin fer þannig fram að börnin eru virkjuð til að syngja , hreyfa sig og ná fram almennri tjáningu.
Forskólinn er kenndur á sunnudögum kl 10:30, 11:30, 12:30 og 13:30
Skráning á námskeið sem hefst 2.nóvember er í fullum gangi
Kennari: Hrafnkell Hugi og honum til aðstoðar er María Draumey, 16 ára nemandi við skólann en hún var sjálf í Söngvaborg 6 og 7
- Athugið að foreldrar eru ekki með inni í tímanum og engin undantekning er á því. Stór partur af námskeiðinu er að æfa sig í því að kveðja foreldri og fara í söngtíma. Þannig verða þau meira en tilbúin fyrir það þegar kemur að því að fara á hefðbundið söngnámskeið við skólann.
- Kennsluáætlun er birt með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða – allt gert með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.
Stundatafla
1.tími | Fyrsti tími | Allir að kynnast og byrjum að syngja og dansa. |
2.tími | Söngur/leikir | |
3.tími | Söngur/teiknimyndalög | Syngjum lög úr teiknimyndum |
4.tími | Söngur/leikir/hljóðnematími | Börnin fá að prufa að syngja í hljóðnema |
5.tími | Söngur/Rytmatími | Unnið með ýmis ásláttarhljóðfæri, rætt um takt og allir fá að prófa hristur |
6.tími | Æfing fyrir sýningu | |
7.tími | Sýning á sal skólans | Viðurkenningar afhentar. Má bjóða 2-4 með hverju barni. Sýningin er á hefðbundnum tíma námskeiðs. |