Ýmislegt-Íslenskt - Sem lindin tær

Prenta texta

Ó hve gott á lítil lind
leika frjáls um hlíð og dal.
Líða áfram létt sem hind,
líta alltaf nýja mynd,
lauma kossi á kaldan stein,
kastast áfram tær og hrein.

Ég vildi að ég væri eins og þú
og vakað gæti bæði daga og nætur.
Að öllu skyldi kveða óð um unað, ást og trú
sem aldrei bregst en hugga lætur.
Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær
sem lög á sína hundrað strengi slær.

Hvísla ljóði að grænni grein,
glettast ögn við lítinn fót.
Lauma kossi á kaldan stein,
kastast áfram tær og hrein.

Ég vildi að ég væri eins og þú
og vakað gæti bæði daga og nætur.
Að öllu skyldi kveða óð um unað, ást og trú
sem aldrei bregst en hugga lætur.
Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær
sem lög á sína hundrað strengi slær.