Viltu eignast leyndarmál.
sem ég geymi´ í minni sál,
leyndarmál, sem varðar aðeins þig og mig.Leyndarmál svo stórfenglegt,
furðulegt og yndislegt.
Viltu lofa að segja ekki frá.Ég veit, að nú ég elska þig
og ég veit, að ef þú elskar mig
eins mikið og ég dái þig
verður þú ávalt góð við mig.
Þá að lokum ég mun eignast þig.Nú veizt þú mitt leyndarmál
um mitt mikla ástarbál,
leyndarmál um aðeins þig og mig.
Ég veit, að nú ég elska þig o.s.frv.