Uppáhaldslögin okkar - Skýin

Prenta texta

Við skýin felum ekki sólina af illgirni.
Við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna.
Við skýin sjáum ykkur hlaupa, úúúúps, í rokinu
klædd gulum, rauðum, grænum,
bláum regnkápum.
Eins og regnbogi meistarans,
regnbogi meistarans.
Við skýin erum bara grá, bara grá.
Á morgun kemur sólin,
hvar verðum við skýin þá?
Hvar þá, hvar þá, hvar þá, hvar þá,
hvar þá, hvar þá, hvar verðum við skýin þá?