Krókódíllinn gamli grætur hljótt
gigtveikur og lúinn.
Hann getur ekki lengur gert neitt ljótt,
löngunin er búin,
löngunin er meira og minna búin.Hann iðrast núna illvirkjanna sárt
sem eðlið lét hann fremja.
hann langar til að gera allt kvítt og klárt
er kominn til að semja,
kominn hér á sáttafund að semja.Þá hunsa menn hve harmur hans er sár
en hlæja og reka upp öskur.
Við köllum tár hans krókódílatár
og konur þurfa töskur,
og konur þurfa skinn í skó og töskur.