Hillurnar eru háar og lágar
hillurnar eru margar og fáar.
Hillurnar eru þykkar og þunnar
þær geta verið djúpar og grunnar.Við höfum svo margt í hillum
hlutunum þar upp stillum
á þær tyllum
alveg fyllum.Þar er í röðum
þar er í hlöðum
allt sem á þar heima
eða þarf að geyma
og margt sem mætti gleyma.Þar eru tæki og töskur
tennur og myndir og flöskur.
Þar eru kleinujárn, borvélar, brækur
og BÆKUR.Þær sitja eins og fuglar á syllu
sumar á rangri hillu.