Uppáhalds ljóðin okkar - Gilitrutt

Prenta texta

Bágt á veslings gamla Gilitrutt
geymd á byggðasafni.
Í borgina er bóndakonan flutt
og brosir að hennar nafni,
brosir að hennar númeri og nafni.Gilitrutt er svipur einn hjá sjón
síðan byggðin hætti.
Hún getur ekki gert hið minnsta tjón
svo gjörsneydd fælingarmætti,
gjörsneydd sínum forna fælingarmætti.Hvernig sem hún brögðum sínum beitir
breytir engu í reynd
því allir vita alveg hvað hún heitir.
Enginn persónuleynd
ekki minnsta prívatlíf né leynd
og langt frá því að hún sé talin greynd.