Uppáhalds ljóðin okkar - Aukahlutir

Prenta texta

Til hvers að nota naflann?
Hann nýtist ekki beint!
Á að glápa og góna á hann
og gá hvort þar er hreint?Augntennurnar eru
ætlaðar í hund.
Þær gagnast á okkar ævi
aðeins stund og stund.Rófan reynist fánýt
með rófubeinið eitt.
Litlu tærnar líka
þær labba varla neitt.Botnlanginn er byrði
sem bólga kemur í.
Aukastykki úrelt
og ekkert gagn að því.Eins er það með eyrun
utan á mörgum haus.
Þau eru þýðingarlítil
þeim sem er gleraugnalaus.Það er svo margt til einskins
sem allir dröslast með.
Gagnaugun eru gagnslaus
þau geta ekkert séð.