Dag eftir dag
með drauma og þrá
þjáning og þreytu
eftir þrautir og sár.
Ár eftir ár
öll þessi tár
við sýnum það hér, meðan sagan er skráð
nú er sigrinum náð.Við erum hetjur í dag
og við getum sungið sigurlag.
Við erum hetjur
við erum hetjur
við höfum sigrað
já, við erum hetjur – enn á ný.Leik eftir leik
lærðum við það
að andlega orkan
er óskrifað blað.
Við stöndum á stað
sem stefndum við að.
Við sýnum það hér, meðan sagan er skráð
nú er sigrinum náð.Við erum hetjur í dag
og við getum sungið sigurlag.
Við erum hetjur
við erum hetjur
við höfum sigrað
já, við erum hetjur – enn á ný.