Einn og yfirgefinn
en orðin þín þau reyn’að hald’í mig
og aftur vaknar efinn
með i-podinn nú hlusta ég á þig.Þú lætur besta lagið
lifa inní mér.
Orðin þín – ég heyri hljóðin
hljóma hvar sem er.
Ef um nótt ég ferðast í djúpum draumi
þau draga mig að þér.Já það ert þú
þessi von sem ég á nú
og ég heyri orðin þín
ef þinn söngur nær til mín.
Þitt litla lag
lifir hjá mér nótt og dag
taktföst orð svo tær og fín
í tónlist ertu stjarnan mín.Söngurinn hann svífur
segir mér að hlusta vel á þig
á netinu ég næ í lag
og nýt þess að þú syngur fyrir mig.Þú lætur besta lagið
lifa inní mér.
Orðin þín – ég heyri hljóðin
hljóma hvar sem er.
Ef um nótt ég ferðast í djúpum draumi
þau draga mig að þér.Já það ert þú
þessi von sem ég á nú
og ég heyri orðin þín
ef þinn söngur nær til mín.
Þitt litla lag
lifir hjá mér nótt og dag
taktföst orð svo tær og fín
í tónlist ertu stjarnan mín.
Orðin þín….