Spark - Lífið er leikur

Prenta texta

Hjólabrettið hendist af stað
nú hugsa ég um það
að renna á fullri ferð – ég verð.
Á snjóbretti um fjöllin ég fer
flýg og skemmti mér
á leið gegnum þetta líf – ég svíf.Svo ótrúlega einfalt
en alveg satt
að lífið það er leikur
og við lifum of hratt
allir verða að þola það
oh já, við þjótum af stað.Oo.. svo augljóst er
O-ó lífið það er leikur
komdu með, já komdu með mér
o-ó lífið það er leikur.Á línuskautum langar mig að
leggja af stað
áfram veginn fyrst og fremst – ég kemst.
Á skíði eða skauta ég fer
þá skemmti ég mér
að renna á fullri ferð – ég verð.Svo ótrúlega einfalt
en alveg satt
að lífið það er leikur
og við lifum of hratt
allir verða að þola það
oh já, við þjótum af stað.Oo.. svo augljóst er
O-ó lífið það er leikur
komdu með, já komdu með mér
o-ó lífið það er leikur.Ósköp einfalt en alveg satt.
Lífið er leikur við lifum of hratt….