Spark - Alltaf er fólk á ferð

Prenta texta

Stundum er lífið svo ferlega flókið
fólkið í strætinu starir á mig.
Mér finnst allt svo skrýtið, ég fatt’ekki djókið,
þá faðma ég daginn og hugsa um þig.Mér finnst eins og bærinn sé fullur af draugum
og fólki sem starir og veit ekki neitt.
Ég sit niðrá torgi með tárin í augum
tala við vindinn og elska þig heitt.Ég er ekki einn af þeim
einn af draugunum
langar bar’ að labba heim
loka augunum.Og göturnar iða af brosandi börnum
og birtu sem dansar og kveður og fer.
Og nóttin hún læðist og leitar af stjörnum
þá læt ég mig dreyma um daga með þér.Ég er ekki einn af þeim
einn af draugunum
langar bar’ að labba heim
loka augunum.Alltaf er fólk á ferð
í faðmi götunnar
alltaf er fólk á ferð
á ferð til glötunar.
Alltaf er fólk á ferð
sem finnur straumana.
Alltaf er fólk á ferð
í faðmi draumana.