Sönvaborg 2 - Úr og í (Hneppa hnöppum)

Prenta texta

Hneppa hnöppum, smella smellum
hneppa hnöppum, smella smellumÞegar ég vakna og vorsólin skín
verð ég að skilja við náttfötin mín.
Í bolinn og sokkana síðan ég fer
og síðast í buxurnar smeygi mér.Hneppa hnöppum, smella smellum,
renna upp og reima
renna niður, hneppa frá
því engu má nú gleyma.
Uppgefin verð ég nú alveg á því
því oftar sem förum við úr og í.Úlpan er falleg og úlpan er hlý,
úlpan er fóðruð og vönduð og hlý
og henni ég klæðist ef skellur á skúr
en skín á mig sól fer ég aftur úr.Hneppa hnöppum, smella smellum,
renna upp og reima
renna niður, hneppa frá
því engu má nú gleyma.
Uppgefin verð ég nú alveg á því
því oftar sem förum við úr og í.Peysu og buxum nú fer ég úr fljótt
fer lík’úr skónum því brátt kemur nótt.
Náttjakk’ og buxur svo bregð ég mér í
svo byrjar á morgun það sam’ á ný.Hneppa hnöppum, smella smellum,
renna upp og reima
renna niður, hneppa frá
því engu má nú gleyma.
Uppgefin verð ég nú alveg á því
því oftar sem förum við úr og í.