Sönvaborg 2 - Gunnsi bangsaskinn

Prenta texta

Ég heiti bara Gunnsi ég er gamalt bangsaskinn
og gaman þætti mér ef hlustið þið á sönginn minn.
Um mig og litla stúlku sem að heitir Hildur Björg
við höfum reyndar lifað saman ævintýrin löng.Þótt ég sé orðinn lúinn hef ég ýsmu að segja frá
um ýmislegt sem drifið hefur daga mína á.
En nú í þetta sinnið vil ég segja ykkur frá því
er sjálfur var ég fyrsti vinningur í tívolí.Þá sat ég uppá hillu og ég horfð’á mannfjöldann
sem hló og söng af gleði og ég öfundaði hann.
Það eina sem mig langaði í öllu tívolí
var að aka nokkrar salíbunur hringekjunni í.Já hringekjan sem alla daga hentist þar í hring
var heimsins mesta furðuverk og stærsta sjónhverfing.
Ó hvað ég yrði kostulega kátur yfir því
að komast nokkrar salíbunur hringekjunni í.Einn daginn komu í tívolíið börnin býsna mörg
sem brostu við mér glöð og eitt af þeim var Hildur Björg.
þau keyptu miða á tombólu og vildu vanda sig
og vonuðust að sjálfsögðu til að vinna mig.Og vinningstölur gáfu þeim svo eitt og annað frat
en enginn vann þó bangsann sem þar á efstu hillu sat.
Og ég sem hafði vitanlega vonast eftir því
að vinningshafinn færi með mig hringekjuna í.Og súr í framan gekk hún síðan burt hún Hildur Björg
og börnin voru auralaus og niðurlút og örg.
Nú jæja, jæja hvaða, hvaða kumraði ég þá
það kemur einhver annar sem að nógan pening á.Og í því rétt við söluborðið sá ég gamlan mann
og sá að nóg af peningum í vösum átti hann.
Hann keypti vinningsmiðann og ég kættist yfir því
að kæmist ég með honum loksins hringekjuna í.