Mikið er leiðin löng
langt yfir skýjasæng,
frjáls með frískum söng
ferðast ég á léttum væng.
Vindarnir vagga mér
vorið ég flyt með þeim,
blómhnappaskraut, brosir í laut
brátt þegar ég kem heim.Yfir úfið haf
áfram ég hraðar svíf
landið í fjarska fuglum býður
frið og líf.Hugurinn hálfa leið
heimleiðis nú mig ber
langt yfir löndin breið
læt ég skýin fleyta mér.
Inn yfir fagran fjörð
flýg ég á vængjum tveim
sólgullin fjöll, fagna mér öll,
fugli sem kemur heim.Yfir úfið haf
áfram ég hraðar svíf
landið í fjarska fuglum býður
frið og líf.Hugurinn hálfa leið
heimleiðis nú mig ber
langt yfir löndin breið
læt ég skýin fleyta mér.
Inn yfir fagran fjörð
flýg ég á vængjum tveim
sólgullin fjöll, fagna mér öll,
fugli sem kemur heim.Sólgullin fjöll, fagna mér öll
fugli sem kemur heim.